Hraðahindrun á veginn upp Fell

Hraðahindrun á veginn upp Fell

Tjaldstæðið, bústaðirnir og önnur gisting við Skipalæk eru gríðarlega vinsælir viðkomustaðir ferðamanna á sumrin (og í raun orðið meira en sumartraffík). Þessu fylgir mikil og hröð bílaumferð til og frá Fellum. Þarna eru íbúagötur (Sunnufell, Heimatún og Ullartangi) og ég tel að það þurfi nauðsynlega að hægja á umferðinni framhjá þessum götum. Ekki einungis fyrir öryggi íbúa heldur einnig er gangandi og hjólandi umferð mikil í átt að Skipalæk. Hraðahindrun takk!

Points

Umferð hefur aukist mikið til og frá Fellum og umferðarhraðinn eftir því. Mikill hraði er á ökutækum sem aka framhjá íbúagötunum Ullartanga, Heimatúni og Sunnufelli. Þrátt fyrir fæð gatna, þá má nefna að einungis í Ullartanga eru búsett rúmlega 10 börn! Einnig er mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda til og frá Skipalæk. Ég segi hraðahindrun til að hægja á akandi vegfarendum!

Ég tek undir þetta enda ítir það undir öryggi íbúa og gesta.

Mit mat er að aðrarleiðir en hefðbundin hraðahindrun virki betur. t.d. áberandi merkingar og möguleg þrenging gatna. í grunninn erum við samt sammála.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information