Þegar keyrt er inn í Fellabæ um þjóðveg 1 þá er í raun keyrt beint inn í skipulagt iðnaðarsvæði. Ég hef oft spáð í aðkomunni og hvort það væri ekki hægt að gera hana snyrtilegri. Mögulega væri hægt að herma eftir trjálengjunni meðfram malarnámunni, að sjálfsögðu að undanskildum dauðu trjánum 😀 Alla vega, ég tel að hægt væri að gera aðkomuna mun grænni og vinalegri. Meira að segja væri hægt að setja upp skilti sem á stæði "Velkomin til Fellabæjar" 😇
Ég tel að með því að gera aðkomuna meira aðlaðandi muni slík breyting hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið. Ég er að eðlisfari bjartsýnn einstaklingur og tel að sú framtíðarmúsík sem er í gangi varðandi ylströnd við Urriðavatn og endurnýtingu á gamla "Herðis-húsinu" að þá megi gera þetta svæði vænlegra til enn meiri nýtinga. Ef fyrrgreind atriði verði að veruleika þá verði jafnvel fýsilegt að gera göngu- og hjólastíg frá Fellabæ að Herðishúsinu og svo einnig að ylströnd. Allt flottar hugmyndir 😊
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation