Umhverfi Snælandsskóla og leikskólans Furugrundar

Umhverfi Snælandsskóla og leikskólans Furugrundar

Bæta umhverfi og skólalóðir Snælandsskóla og leikskólans Furugrundar. Of mikið malbik og fá leiktæki. Gróður og girðingar orðið gamalt og lúið.

Points

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Sammála að gera aðstöðu til leiks fyrir skólabörnin á grænu svæði og laga og bæta umhverfið í kringum skólann

Svæðið umhverfis skólann er mjög illa nýtt. Leiktækin gömul og undirlagið á leiksvæðunum er malbik. Enda leika börnin sér aldrei þarna eftir skóla. Það er helst að þau klifri upp á þak skólans, sér til skemmtunar. Það sárvantar til dæmis sparkvöll við skólann og körfuboltavöll með mjúku, sléttu undirlagi eins og við Smáraskóla. Körfurnar sem hér eru eru allar við óslétt malbik og enginn virðist sjá um að skipta um net, sem einu sinni voru heilleg.

Sammála, bæjarstjórnarfólk gæti farið í vettfangsferð að Fossvogsskóla þar sem allt iðar af lífi frá morgni til kvölds, sparkvöllur og leiktæki allt til fyrirmyndar hjá RVK. Ekki verra að hafa skólastjóra Snælandsskóla með í för.

Of mikið malbik og fá leiktæki. Gróður og girðingar orðið gamalt og lúið. Kominn tími á endurbætur.

Þetta er skammlegt eins og þetta er í dag !!

Það er svo margt sem hefur verið bent á hér að neðan. Spurning hvort það væri betra að gera sé hugmynd með hverju efni. T.d sér hugmynd fyrir nýjan körufuboltavöll og set hugmynd fyrir t.d sparkvöll. Er hræddur um að þessi hugmynd sé ekki nægilega markviss

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information