Setja þrautabrautir og stíga út um allt á Kársnesinu. Þetta geta verið stuttar brautir hér og þar eins og bæði fyrir ofan og neðan sundlaugina, í Ævintýraskóginum og á Kópavogstúninu, niður í fjöru, á skólalóðunum, út við bryggju og víðar. Hér er ég að tala um stökkpalla, hlykkjóta grófa stíga, stórgrýti að hjóla fram af, brýr, drullubrautir ofl. Endilega að fá krakka og áhugasama með í hönnunina frekar en einn arkitekt sem að aldrei hefur hjólað en kann allar reglur ESB.
Þetta gerir Kársnesið að meira útivistarsvæði. Það þarf að sækja þetta í Öskjuhlíðina í dag (sem að er í lagi líka). Færir hjólin af götunum. Eykur færni og jafnvægi. Færir okkur nær náttúrunni. Það er búið að setja miljónir í hjólastíga fyrir götuhjól (sem að er gott mál) en ekki 100.000 kall í brautir fyrir fjallahjól. Ég set Kópavogskirkju sem staðsetningu en er auðvitað að tala um allt Kársnesið fyrir þetta.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation