Kópavogsbær hefur án nokkura haldbærra raka sett spjaldtölvur upp í hendurnar á börnunum okkar sem að er fínt mál ef að þetta væri bara kennslutæki í skólanum en þau eru með þetta öllum stundum í höndunum, í frímínútum og send með þetta inn á heimilin. Eins frábært tæki og spjaldtölva er þá er hún mesta meinsemd inni á mörgum heimilum eins og margir kannast við. Börnin eru alls ekki að stjórna þessu sjálf og eru hæglega ALLAN daginn í tölvunni og þar með minni hreyfing, útivera og samvera.
Þetta jaðrar við mannréttindabrot að senda þessa græju inn á heimilin. Þetta mundi auka hreyfingu, útiveru og samveru. Minni streita á heimilunum, minni skjátími en eftir stendur símanotkun og allt hitt. Eðlilegri þroski. Engar vísindalegar rannsóknir liggja fyrir um gagnsemi þess að börnin séu ALLTAF með spjaldtölvu í höndunum. Fjöldi rannsókna benda á ýmis neikvæð áhrif af ofnotkun á spjaldtölvum.
Án þess að ég vilji leggja neitt mat á spjaldtölvuvæðingu skólanna þá er hún orðin. Ég á barn í skóla með spjaldtölvu. Vissulega hefur það sýnt sig að það er erfitt að stýra notkuninni heima en á móti er það líka undir hugmyndaauðgi kennara að nýta þessi tæki til heimanáms sem getur hjálpað okkur foreldrunum að ná einhverri stjórn á notkuninni. Kennarar míns barns hafa verið duglegir við að nýta þessi tæki bæði í skólanum og til heimanáms. Það virðist kenna börnunum betri umgengn við þessi tæki.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation