Göngustígur frá Ártröð að Dalskógum Egilsstöðum

Göngustígur frá Ártröð að Dalskógum Egilsstöðum

Legg til að göngustígurinn, sem var á skipulagi þegar þetta hverfi var í byggingu og hefur síðan verið nýttur mikið, þrátt fyrir lélegt ástand og umhirðu hin síðari ár, verði settur á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins á árinu 2018. Vel má hugsa sér að áfangaskipta verkinu, ef fjármagn skortir til að ljúka því í einum áfanga. Lokið verði við að hæðarsetja stiginn og leggja á hann malbik, þannig að hann verði greiðfær gangandi og hjólandi umferð, sem og fyrir barnavagna.

Points

Göngustígurinn er töluvert notaður, þrátt fyrir að hann hafi ekkert viðhald fengið og stendur því tæpast undir nafni. Þegar fólk valdi sér lóðir í þessu hverfi á sinum tíma voru skipulagðir göngustígar einn af þeim kostum sem það sá við hverfið og kaus því að byggja þar. Það er því óeðlilegt að leggja niður þessa gönguleið eftirá og ríra þar með gæði hverfisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information