Fjarlægja tré sem skyggja á útsýni ökumanna

Fjarlægja tré sem skyggja á útsýni ökumanna

Í Selbrekkunni er villtur gróður hægra megin við veginn þegar ekið er upp brekkuna, nokkur frekar há birgitré meðal annars. Þegar ökumenn vilja beygja til vinstri, inn Skógarselið er gróður sem skyggir á útsýni ökumanna og sjá þeir því ekki fyrr en þeir eru komnir af stað í beygjuna hvort bíll sé að koma að ofan. Til að tryggja öryggi, þarf að fjarlægja þau tré sem skyggja á sjónlínu ökumanna.

Points

Enginn afsláttur á að vera af öryggi í umferðinni og því nauðsynlegt að fjarlægja þau tré sem skyggja á útsýni ökumanna sem beygja inn skógarselið. Nokkur tré taka af útsýni ökumanna um hvort bílar komi að ofan. Ekki bíða eftir að slys verði á þessu svæði, fjarlægja trén strax.

Þarf eitthvað að kjósa um þetta ? Er þetta ekki bara að senda Kára af stað með keðjusögina og klára málið ?

Styð þetta. Það var verið að taka neðstu greinar af grenitrjám þegar maður kemur útúr Selásnum og það er ótrúlegur munur á öryggi þar. Þannig að ég styð þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information