Umferð að Fífunni og Smáranum. Hugmynd af íbúafundi.

Umferð að Fífunni og Smáranum. Hugmynd af íbúafundi.

Setja alla umferð að Smára/Fífu ofan við Smára og Fífu og útakstur við Smáraskóla. Loka innakstri að Fífu við hringtorg Smáraskóla.

Points

Setja alla umferð að Smára/Fífu ofan við Smára og Fífu og útakstur við Smáraskóla. Loka innakstri að Fífu við hringtorg Smáraskóla.

Já takk !! Þetta myndi stórminnka umferðina í gegnum Dalssmarann og auka öryggi barnanna .dalsmarinn á að vera 30 gata en því miður eru ansi fáir að virða þau mörk..og það þarf líka að setja hraðahindranir sem virka en ekki svona aflíðandi "mjúkar " hraðahindranir eins og eru nú þegar sem bílarnir stökkva yfir á allt of miklum hraða

Þetta þýðir að umferðin í Smárskóla, á athafansvæði Breiðabliks og í Sporthúsið verður meðfram vesturhlið Fífunnar og inn á bílaplanið meðfram Fífunni og Smáranum að Smáraskóla. Það er mikill fjöldi bara sem æfir knattspyrnu og þau ganga frá Smára/Fífu út á flatirnar vestan við Fífuna. Þau yrðu þá að þvera akstursleiðina sem er öryggismál. Síðan þyrfti þá væntanlega að skerða grassvæðin til að breikka núverandi akstursleið og þannig skerða íþróttasvæðið.

Það eru um 2000 iðkendur hjá Breiðablik í öllum greinum og yrði þetta stór afturför í umferðaröryggismálum við Smárann og Fífuna ef þessari tillögu yrði hrint í framkvæmd! Þarna gengur fjöldinn allur af börnum útá grassvæði félagsins, yfir í aðstöðuna á Kópavogsvelli eða til sín heima á hverjum degi! Þarna er bæði "blint" og einnig er þessi leið ekki gerð fyrir mikla ef nokkra umferð nema þá helst sjúkrabíla þegar nauðsyn er á því! NEI TAKK

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information