Hugmyndin er að koma upp svona hálfgerðum skjám í staðinn fyrir "90" skiltin sem segja til um hver hámarkshraðinn er á tvöföldum kafla Reykjanesbrautar. Þessir skjáir segja til um hámarkshraða, þannig að hann sé breytanleggur eftir aðstæðum, þannig að hann gæti verið í kringum 90 á veturna og a.m.k 120 á sumrin. Önnur hugmynd er að koma fyrir hraðbrautar-skiltum eins og er til í öðrum löndum, á reykjanesbrautinni, þ.e.a.s "hraðbraut byrjar" og "hraðbraut endar".
Styttir ferðatíma á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, vegirinn er hannaður til að fólk geti keyrt hratt og á sumrin er engin hálka eins og á vetruna, og 90 km hámarkshraði er svo leiðinlegur hámarkshraði þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation