Langar að stinga upp á að "auða" svæðið fyrir neðan Kjarrhólmann verði nýtt fyrir einhverskonar afþreyingu fyrir "eldri" krakka.
Verandi foreldri 13 ára stúlku þá sárvantar vettvang fyrir þennan aldurshóp til að koma saman. Í sumar voru þau hangandi á leikskólunum til að hittast. Væri ekki nær að nýta þetta svæði undir Körfuboltavöll,hjólabrettapall eða annað slíkt. Höldum unglingunum frá sjoppunum sem lengst og nær heimilinu ❤️
Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation