Kópavogstún - hundagerði

Kópavogstún - hundagerði

Endurvekja Kópavogstún sem samkomustað fyrir hundaeigendur og þeirra hunda. Girða svæðið af og leyfa lausagöngu hunda innan þess. Mikilvægt er að hafa svæðið stórt og vel girt vegna vatnahunda og stærri tegunda. Þarna hittust hundaeigendur eftir vinnu lengi vel og áttu gott spjall saman. Mikilvægt að sinna þessum ört vaxandi hóp betur og gera aðstöðu sem sómi er að.

Points

Nýta þetta sem útivistarsvæði fyrir íbúa í nágrenninu til að fara með börnin eða barnabörnin. Ekki hunda sem valda hávaða og hver ætlar að stilla til friðar þegar tveir eða fleiri hundar lenda í rimmu með tilheyrandi hávaða og gelti og eigendur ráða ekki neitt við neitt. Nei takk!

Bæjarbúar hittust þarna lengi vel og var frábær staður til að efla mannlíf og tengsl milli bæjarbúa. Lóðin er stór og möguleiki á að gera stórt gerði fyrir stærri tegundir. Mikilvægt að sinna ört vaxandi hópi hundaeigenda betur með aðstöðu sem sómi er að fyrir bæjarfélagið.

Mér finnst þá líka hægt að leggja hluta af skattfé sem tekin er af hundaeigendum fyrir hundahald í að þrífa svæðið. Við vitum hvernig aðkoman á Geirsnefi er þar safnast allur hundaskítur á sléttlendi. Aftur í Geldinganesinu er náttúran víðáttumeiri og liggja stykkin ekki í alfaraleið heldur meira utan vegar !

Ótrúlega góð hugmynd! Mikil þörf á þessu og þetta yrði vel nýtt !

Góð hugmynd. Það er mikilvægt að til staðar sé í bænum hundagerði þar sem hundaeigendur geti komið með hunda sína og leyft þeim að hlaupa lausum á afgirtu svæði. Bæjaryfirvöld hafa unnið gott starf í að setja upp ruslafötur í Kópavogsdal og heyrir til undantekninga að maður sjái hundaskít við gangstíga Hundagerði æa góðum og fjölförnum stað í bænum mun eflaust draga úr lausagöngu hunda.

það þarf að vera aðstaða fyrir hundafólk

Besta hugmyndin 👍

Algjörlega sammála þessu. Hundaeigendur úr Kópavogi eru líka íbúar af þessu svæði... :)

væri til í að sjá þetta svæði nýtt til útivistar fyrir íbúa á þessu svæði ekki hunda😄

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information