Kópavogsbær finni húsnæði þar sem hægt væri að hafa flóamarkað um helgar líkt og í Kolaportinu í Reykjavík (Kópaportið?). Íbúar Kópavogs gætu leigt sér bás á vægu verði og selt notaða muni og handverk. Ekki væri verra ef einfalt kaffihús væri rekið á staðnum. Að koma gömlum hlutum aftur í umferð er grænt og einnig væri þetta aðstaða fyrir unga handverkslistamenn til að koma sér á framfæri. Leigutekjur af básum og sala á léttum veitingum myndi nægja til að láta slíkan markað standa undir sér.
Flóamarkaðir eru skemmtilegir staðir til að fara með fjölskylduna á til að skoða og kaupa notaða hluti. Slíkir markaðir ýta undir endurnýtingu og bæta lit í menningarlífið.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation