Ríki og kirkja verði aðskilin

Ríki og kirkja verði aðskilin

Í nútíma samfélagi er það tímaskekkja að eitt trúfélag skuli hafa sérstöðu samkvæmt lögum og brot á jafnræðisreglu.

Points

Það þarf að gjörbreyta þessu kerfi og endurskoða. Það er ekki sjálfgefið að félög fái peninga gegnum ríkið þegar á dagskrá þeirra og stefnu er kúgun kvenna, fordæming samkynhneigðar, útilokun fólks sem yfirgefur félagið/trúna, bann við að þiggja blóð og svo framvegis. Það er ákveðnar lágmarkskröfur þannig að ekki sé verið að styðja við félög sem skaða fólk. Í lögunum er ákvæði um að félögin verði að uppfylla skilyrði "allsherjarreglu" en alla nánari útfærslu vantar. Síðan þarf að jafna spilin.

Núverandi ástand tryggir ekki trúfrelsi þrátt fyrir að í stjórnarskrá Íslands sé getið um slíkt. Núverandi ástand brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnaskrárinnar. Það að eitt trúfélag hafi lögbundin rétt fram yfir aðra stenst ekki þá jafnræðisreglu. 72% þjóðarinnar telur að skilja eigi að ríki og kirkju. Fyrir kosningarnar 2016 sendi Siðmennt stjórnmálaflokkum spurningar og m.a. um afstöðu þeirra til aðskilnaðar. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn voru fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju.

Flestir íslendingar trúa meira á sjálfan sig en guð. Þetta er tímaskekkja sem ríkið á ekki að styðja. Ef fólk vill vera í trúfélagi gott og vel en þá sér það félag bara um sig sjálft. Það eru staðreyndar villur í Biblíunni sem enn þann dag í dag er verið að kenna. Fólk túlkar líka trú eins og það vill. Kirkja hefur fengið nóg gefins eða sjálfstekið í gegnum aldirnar. Þetta er tímaskekkja!

ég er hlynt aðskilnaði ríkis og kirkju og tel það nauðsynlega aðgerð

Það er trúfrelsi á Íslandi og því á ekki að vera einhver "þjóðkirkja" Hvert trúfélag á að sjá um sig sjálft að því leyti að það getur ráðið og rekið sitt starfsfólk. Þannig væri hægt að þjappa fólki saman og nýta þannig samkenndina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information