Nútímaleg vernd höfundaréttar

Nútímaleg vernd höfundaréttar

Höfundar eiga rétt á að njóta ágóða af verkum sínum. Endurskoða og samræma þarf löggjöf um höfundarétt innan evrópska efnahagssvæðisins og á alþjóðavísu; svo sem lög um gildistíma höfundaréttar, sæmdarrétt, höfundarétt í almenningsrýmum (e. freedom of panorama), undanþágur vegna skopstælinga (e. freedom of parody), notkun hugverka í menntatilgangi, leyfi til gagnaúrvinnslu, stafræna útgáfu verka o.fl. Deildu ef þú ert sammála!

Points

Breytt umhverfi með auðveldari leiðum til þess að afrita höfundavarið efni hefur þvingað okkur til þess að endurskoða hvernig við nálgumst vernd höfundaréttar. Það er fátt mikilvægara en að vernda rétt höfunda og sjá til þess að þeir fái greitt fyrir vinnu sína en það er ekki hægt að gera með því að njósna um fólk á netinu til þess að reyna að komast að því hvort það sé að ná í efni ólöglega. Ný tækni hefur gert dreifingu og greiðslu fyrir notkun á efni auðveldari. Tryggjum réttindi höfunda.

Vá! allt í einu fann ég atriði í stefnu xP sem ég get stutt. Ég hef leitað mikið, ekki fundið neitt sameiginlegt nema þetta eina málefni. Takk Björn Leví fyrir að minnast á þetta mál.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information