Fjármál hins opinbera verði opin, tölvutæk og gagnsæ

Fjármál hins opinbera verði opin, tölvutæk og gagnsæ

Bókhald ríkissjóðs og ríkisstofnana skal gert aðgengilegt á tölvutæku formi að því marki sem sjónarmið persónuverndar leyfa. Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda. Afurðir sem tengjast verkefnum fjármögnuðum af opinberu fé skulu almennt vera í almannaeigu og þar með opin og aðgengileg öllum. Eignarhald lögaðila skal vera opið og rekjanlegt.

Points

Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það

Auk ríkisfjármála þarf einnig að svipta hulunni af fyrirkomulagi og framkvæmd peningasköpunar. Hverjir hafa vald til að búa til peninga, hversu mikla peninga búa þeir til, hverjum afhenda þeir þá peninga og á hvaða kjörum? Er sú framkvæmd lögmæt og á hvaða grundvelli? Er eðlilegt að samfélagið þurfi að greiða leigu í formi vaxta til einkafyrirtækja af 95% alls peningamagns í umferð? Þessum spurningum þarf að svara því fyrr er ekki hægt að eiga upplýsta og rökrétta umræðu um þetta grundvallarmál.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information