Hvað finnst þér? Hver er mikilvægasta raunbreytingin sem hún mun hafa fyrir almenning í landinu, að þínu mati? Ný stjórnarskrá er um margt sammála þeirri gömlu en einnig er margt ólíkt. Þessar breytingar munu fela í sér margvíslegar réttarbætur og skýrari stjórnskipan en hér er einungis spurt um raunáhrif á líf fólks. Settu breytingar til batnaðar inn sem rök með en vondar breytingar sem rök á móti.
Þjóðareign á auðlindum og sjálfbær nýting gegn fullum arði, náttúruvernd, jafnt atkvæðavægi, aukið persónukjör, málskot til þjóðarinnar, aðgengi að upplýsingum, þingmál að frumkvæði kjósenda, eðlilegar skipanir dómara, skýrt hlutverk forsetans, aukinn aðskilnaður löggjafar- og framkvæmdavalds, bann við herskyldu, réttur allra til fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, reglur um hagsmunaskráningar og vanhæfi ráðamanna, lagafrumvörp lifa út kjörtímabil, lögrétta, reglur um þingrof og starfsstjórnir...
Sjá lýsingu
Betra alþingi, minna málþóf, betri vinnubrögð, minna fúsk, meira gegnsæi, minni spillingu, betra lýðræði, meira lýðræði, betra líf.
Almennt séð, miklar réttarbætur og almenn lýðréttindi sem koma til með að hafa mikil áhrif á allt líf almennings.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation