Vinstri græn vilja námsstyrktarkerfi að norrænni fyrirmynd.
Hlutverk LÍN er að tryggja jafna möguleika fólks til náms, óháð efnahagi. Þess vegna þufum við að frelsa námsmenn frá yfirdráttarkerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og taka upp samtímagreiðslur samhliða því að tryggt verði að námslán dugi til raunverulegrar framfærslu. Eðlilegt er að hluti höfuðstóls námslána breytist í styrk ef námi er lokið á áætluðum tíma og áfram þarf að tryggja að námslán beri í mesta lagi eitt prósent vexti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation