Lýðræði gerist ekki sjálfkrafa. Samfélagssáttmálinn byggist á samtali, samþykki og samvinnu. Eflum kennslu um lýðræði, heimspeki og samfélagsmál sem og þjálfun í gagnrýnni hugsun og lýðræðislegum vinnubrögðum á öllum skólastigum.
Of oft byggjum við menntun í kringum þá aðferð að koma upplýsingum til skila eins skilvirkt og hægt er, en gleymum, fyrr en of seint í ferlinu, að leggja sterkan grunn að hæfileikanum til að meta upplýsingar gagnrýnið og melta þær, setja í samhengi og nota til að komast að niðurstöðu. Hæfileikinn til gagnrýnnar, sjáfstæðrar hugsunar er lífsnauðsynlegur fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í samfélaginu. Þann hæfileika þarf að næra og styrkja hjá öllum.
Held að þetta sé frábær hugmynd. Með henni mætti einnig koma í gegn vísindalæsi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation