Þak yfir höfuðið

Þak yfir höfuðið

Það eiga allir rétt á öruggu húsnæði. Tryggja þarf að þeir sem vilja kaupa sér fasteign hafi aðgang að húsnæðisláni óháð tekjum. Jafnframt þarf að auka framboð á leiguhúsnæði á sanngjörnu verði svo það verði raunhæfur og öruggur kostur fyrir þá sem vilja.

Points

Húsnæðisbætur þarf að hækka og samræma fyrir eigendur og leigjendur. Markmiðið er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir fjórðung af ráðstöfunartekjum. Mikilvægt er að styðja við uppbyggingu húsnæðis á félagslegum forsendum í samvinnu við verkalýðsfélög og sveitarfélög. Lögfesta á heimildir til sveitarfélaga til að setja ákveðið þak á hækkun leigu til að tryggja öryggi á leigumarkaði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information