Árangursríkt menntakerfi og skapandi greinar

Árangursríkt menntakerfi og skapandi greinar

Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki við að auka jöfnuð í samfélaginu, mæta öllum börnum og ungmennum þar sem þau eru og gefa fólki tækifæri til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði jafn sem fyrir frekara nám. Við viljum fara í stórsókn í skólamálum og skapandi greinum fyrir samfélag framtíðar. Forgangsverkefni er að efla menntakerfið á öllum skólastigum, bæta starfsaðstæður og kjör kennara og gera skólunum kleift að bregðast við hröðum tækni- og samfélagsbreytingum.

Points

Það er óafsakanlegt að í jafn auðugu landi og Íslandi þurfi skólastarf að fara sum staðar fram í niðurníddum byggingum, að takmarka þurfi námsframboð eða að ekki sé hægt að manna skólana fagmenntuðu fólki. Skortur á kennurum er samfélagsvandi sem takast þarf á við. Fjölskrúðugt lista- og menningarlíf er einn helsti styrkur íslensks samfélags. Skapandi greinar eru mikilvæg burðargrein í íslensku atvinnulífi og ljóst að þeim fylgja ört vaxandi útflutningstekjur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information