Búum okkur undir nýju tæknibyltinguna

Búum okkur undir nýju tæknibyltinguna

Fjölga þarf vellaunuðum störfum hér á landi og auka fjölbreytni þeirra um allt land. Til þess þarf að byggja atvinnulífið í enn frekara mæli á hugviti, listum og nýsköpun. Sú þróun er líka nauðsynleg til þess að bregðast við þeirri öru þróun í tækni sem nú á sér stað um heim allan og er að gjörbreyta þeim störfum sem mannshöndin og hugur kemur að. Lykilatriði í þeim undirbúningi er stórsókn í skólakerfinu sem gerir okkur kleift að vera virkir þátttakendur í þessari framþróun.

Points

Nýja tæknibyltingin mun leiða til aukinnar sjálfvirkni og færri vinnandi hendur verða nauðsynlegar til að vinna verkin. Ísland á að vera í forystu á heimsvísu í að mæta þeim áskorunum sem eru framundan vegna þessarar þróunar. Finna þarf nýjar leiðir til þess að tryggja öllum störf við hæfi og mannsæmandi líf. Afleiðing tæknibyltingar má aldrei verða aukinn ójöfnuður og fátækt. Þannig tryggjum við að ungt fólk sjái sér framtíð hér á landi og að samkeppnishæfni Íslands verði í fremstu röð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information