Bætt fráveitukerfi um land allt

Bætt fráveitukerfi um land allt

Vinstrihreyfingin telur að brýnt sé að bæta hreinsibúnað frárennslisstöðva á öllu landinu og bæta eftirfylgni reglna um förgun spilliefna. Mikilvægt er að öllu skólpi sé fargað á þann veg að ekki sé hætta á því að upp komi sjúkdómar í fólki og dýrum. Plastagnir frá hjólbörðum eru líklega langstærstu hluti örplastsmengunar og því er mikilvægt að bæta einnig meðhöndlun og og hreinsun ofanvatns, til dæmis með blágrænum lausnum og settjörnum til hreinsunar afrennslis af gatnakerfi þéttbýlisstaða.

Points

Þá er mikilvægt að bæta síur og skólphreinsibúnað verulega til að koma í veg fyrir örplastsmengun sem hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Ríkið þarf að koma til móts við fámenn sveitarfélög og aðstoða þau sé þess þurfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information