Hraðahindrun á Skógarlönd

Hraðahindrun á Skógarlönd

Við óskum hér með eftir að sveitarfélagið setji hraðahindrun eða hindranir á Skógarlönd til að lækka hraðann á götunni og leggi gangstéttir eftir Laufskógum og/eða Dynskógum þannig að börnin geti ferðast öruggt til og frá skóla.

Points

Börn úr bleika hverfinu þurfa að þvera Skógarlönd á leið sinni í grunnskólann á gangbraut við Valaskjálf sem leiðir þau inn á stórt bílaplan. Gangbrautin er ekki áberandi og algengt að bílar stoppi ekki fyrir börnum sem við hana bíða og bílar keyra mjög hratt eftir götunni. Það er engin augljós leið sem hægt er að beina börnunum þannig að þau gangi eftir gangstétt alla leið í skólann. Krakkar úr öðrum hverfum sem fara á Vilhjálmsvöll á sumrin þurfa að líka að þvera Skógarlöndin.

Algeng göngluleið barna sem eru á leið í skólann, auk nálægðar við aðal íþróttasvæði bæjarins. Nauðsynlegt að greiða leið barnanna. Allt of hár aksturshraði og bílar stoppa ekki fyrir börnum á leið sinni um Skógarlönd. Auk þess er gatan algeng gönguleið leikskólabarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information