Hvinrendur/buldurspelir við aðkomu í Fellabæ

Hvinrendur/buldurspelir við aðkomu í Fellabæ

Legg til hraðatakmarkandi aðgerð við aðkomu í Fellabæ með þjóðvegi 1 og Upphéraðsvegi 931. Títt er að ökumenn keyri hratt á þessum vegköflum og myndu buldurspelir/hvinrendur þvert á aksturstefnu inn í bæinn hjálpa til við að draga úr ökuhraða. Hvinrendurnar eru byggðar upp með hvítum vegmerkingarmassa eða tvöföldu lagi af hvítmálaðri klæðningu og mynda hvin og titring í ökutæki sem yfir þær ferðast. Gæta þarf að staðsetja hvinrendurnar ekki of nærri íbúðarbyggð þ.s. þær valda miklum hávaða.

Points

Þörf fyrir hraðatakmarkandi aðgerðum inn í þéttbýli Fellabæjar er augljós, og á það sérstaklega við um aðkomu úr Fellum með Upphéraðsvegi 931, þar sem umferð fer mjög nærri íbúðarbyggð. Aksturshraði inn í þéttbýlið með þjóðvegi 1 er jafnframt of hár, og myndu buldurspelir á akreinum inn í þéttbýlið, sem kostnaðarlega eru minniháttar ráðstöfun, draga verulega úr hraða ökumanna. Gæta þarf sérstaklega að staðsetningu þessara vegkafla, þar sem af þeim hlýst hljóðmengun.

Mér finnst þetta ekki sniðug hraðatakmörkun. Þetta fer ekki vel með bíla að láta þá víbra svona. Þvílíkur hávaði. Sensorar, vírar, mælaborð það fer allt að losna og bíllinn endar á verkstæði með draugabilarnir. En það má draga úr hraðanum öðruvísi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information