Verkefni í nærumhverfinu

Verkefni í nærumhverfinu

Stykkishólmsbær taki í notkun samráðsvefinn www.betraisland.is. Bærinn myndi verja ákveðnum hluta af tekjum bæjarins ár hvert í framkvæmdir sem íbúar velja sjálfir í gegnum vefinn. Á honum verði hægt að koma með tillögur að smærri verkefnum til úrbóta fyrir nærumhverfið. Hugmyndirnar sem berast verða kostnaðar- og raunhæfismetnar og íbúar kjósa síðan um þau verkefni sem þeim þykir mikilvægust. Verkefnin sem fá flest atkvæði fara síðan í framkvæmd.

Points

Egfagna því að fá tækifæri til að koma með hugmyndir og hafa áhrif á hvað á að framkvæma til að gera bæinn okkar betri fyrir okkur sem búum í Stykkishólmi og þá sem heimssækja okkur.

Önnur sveitarfélög á Íslandi hafa nýtt sér sambærilega hugmyndasöfnun með góðum árangri. Hugmyndasöfnun sem þessi auðveldar íbúum að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri. Auðveldar einnig bæjarfulltrúum vinnuna við að forgangsraða og verða við óskum íbúa á lýðræðislegan máta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information