Byggð verði hljóðmön milli Suðurstrandar og Unnarbrautar að Miðbraut, í samræmi við þær sem annars liggja meðfram Suðurströnd.
Til að draga úr hávaðamengun frá umferð um Suðurströnd fyrir aðliggjandi hverfi. Það er í samræmi við markmið sem sett er fram í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar um samgöngumál, þar sem segir að leitast skuli við að halda hávaðamengun í lágmarki. Í gildandi deiliskipulagi fyrir Bakkahverfi er aðrein meðfram Suðurströnd breytt í grænt svæði í því markmiði að auka umhverfisleg gæði svæðisins. http://www.seltjarnarnes.is/media/skipulag/18012011002.pdf
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation