Nokkur opin leiksvæði eru á Seltjarnarnesi og eru þau flest orðin lúin og þyrfti að laga margt og hressa upp á þau. Þegar hafa komið upp hugmyndir um að endurbæta Vallarbrautarróló og leiksvæði við Hofgarða og er mikil þörf á því. Hvernig væri að fara yfir öll leiksvæði á Seltjarnarnesi og fara í heildstæðar endurbætur á þeim öllum? Passa þá upp á að leiksvæðin séu fjölbreytt og ekki öll eins, mögulega þannig að hvert svæði hafi sitt þema.
Mörg leiksvæðin eru orðin mjög lúin og sorglegt að sjá fín svæði vera svona illa nýtt þar sem börnin hafa engan áhuga á að leika sér. Einnig er mikil tilhneiging í að hafa öll leiksvæði eins í stað þess að hvert svæði hafa sérstöðu og börnin geti sótt í það svæði sem þau hafa áhuga á hverju sinni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation