Malbikaður gangvegur frá Fellabæ að ylströnd við Urriðavatn

Malbikaður gangvegur frá Fellabæ að ylströnd við Urriðavatn

Ylströndin við Urriðavatn er í "farvatninu" 😋 Væntanlega kemur hitaveitan til með að leggja lagnir á svæðinu milli Fellabæjar og Urriðavatns. Það væri vel við hæfi að nýta tækifærið og halda áfram með fína malbikaða gangveginn frá húsnæði HEF í Fellabæ að ylströndinni í Urriðavatni. Þetta væru tvö verkefni sem væri vel hægt að samhæfa. Ábyrgðarmenn þessa tveggja verkefna kunna eflaust betur að svara slíku, þ.e.a.s. ábyrgðarmenn lagna hjá HEF og ábyrgðarmenn gangvega hjá sveitafélaginu. 😊

Points

Ef HEF mun leggjast í framkvæmdir vegna ylstrandar þá væri vel við hæfi að Fljótsdalshérað (eða Vegagerðin) myndu samhæfa verkefnið við laggningu gangvegar frá Fellabæ til ylstrandarinnar.

Virkilega góð hugmynd. É myndi hinsvegar vilja sjá stiginn liggja annarsstaðar en meðfram þjóðvegi þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í leiðinni

http://www.austurfrett.is/frettir/badhhusi-vakar-vidh-urridhavatn-aetladh-adh-verdha-segull-fyrir-ferdhamenn

Stórir peningar í húfi, frábært framtak. Enn meiri rök að fara í þessar framkvæmdir og því vel við hæfi að leggja til að framkvæmdir haldist hönd í hönd við allar framkvædmir HEF.

Með vísun í fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 24.maí 2017 en þar var m.a. fjallað um "Aðkomu og græn svæði í Egilsstaða og Fellabæ" en þar er viðkomandi vegur samþykktur samhljóma með handauppréttingu. Blaðsíða 5 í umræddri skýrslu fjallar um gangveg við þjóðveginn á Selhöfða í Fellabæ að Hróarstunguveg. Fundargerð: https://www.fljotsdalsherad.is/is/stjornsysla/fundargerdir/umhverfis-og-framkvaemdanefnd/904 Skýrsluna er að finna hér: http://hugmynd.biz/Fljotsdalsherad/Skyrsla.pdf

Mjög góð hugmynd og myndi tengja VÖK meira við íbúa staðarins

Frábær tillaga!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information