Ég hef oft hugsað hvað það væri þægilegt að geta séð á heimasíðunni yfirlit yfir vegakerfið út um sveitir á Fljótsdalshéraði. Þá er ég aðallega að hugsa um upplýsingar um hvar er búið að opna á veturna, og e.t.v. upplýsingar um hvort komnar eru áætlanir um opnun.
Ég bý á Kóreksstöðum í Hjaltastaðarþinghá og hvort sem ég er stödd þar eða hér á Egilsstöðum sé ég ekki hvort búið er að opna. Auk þess er stundum opnaður aðalvegur en ekki afleggjarar að bæjum. og þá þjónustu þarf að biðja um sérstaklega, sem er ekki til neins ef aðalvegur er ófær. Stundum er líka óþarfi að opna afleggjara - en þegar það er gert sé ég það ekki heldur því bara er opnað að lóðamörkum en ekki húsi, sem er ekki í sjónlínu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation