Göngustígur sem liggur hægra megin í Bogatanga og upp Langatanga í átt að Olís liggur alveg út í götu svo skil götu og göngusígs eru nær engin. Hugsanlega mætti færa göngustíginn inn á grasblettinn og upp að gangbrautinni en eftir að farið er yfir hana tekur við öruggari gönguleið.
Aukið öryggi fyrir alla gangandi og hjólandi en leiðin er mikið notuð sem tenging við Kjarna og miðbæjarsvæði sem og íþróttasvæðið á Varmá.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation