Amsturdam, gatan upp frá Engjaveginum að vörumóttöku Reykjalundar, er holóttur malarvegur sem þarf virkilega á malbikun að halda.
Vegurinn er mjög holóttur og grjót flýgur út um allt undan þungri vörubílaumferð þar sem þeir verða að keyra þessa leið að vörumóttöku Reykjalundar. Það þyrlast upp ryk sem sest á bíla og í gluggakistur í götunni auk þess sem allt þetta svifryk hefur ekki góð áhrif á alla þá gangandi vegfarendur, skokkhópa og hólafólk sem fara þennan veg á leið sinni í og úr Skammadal.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation