Setja hraðahindrun eða gönguljós á gatnamótin við Fagradalsbraut þar sem Tjarnarbrautin kemur að. Þarna er mikil og þung umferð og börn eru að fara yfir þessa götu á leið til skóla.
Ein mesta umferðargatan á Héraði og miklir þungaflutningar og börn eru að þvera þessa götu á leið í skóla
Eftir frekari hugsun mætti einnig hægja á umferðinni með hringtorgi þarna, Fagradalsbraut/Tjarnabraut gatnamót. + undirgöng þarna og kannski að skoða gönguundirgöng frá kleinunni yfir í nettu sirka.
Ég er sammála Atla um aukið öryggi barna yfir þessa götu. Og þetta er þung umferð, stórir og litlir bílar. Ég persónulega hefði bara vilja sjá undirgöng þarna. Lang öruggast og truflar ekki umferð. Hvað þá stóru bílana að stoppa í brekku uppávið útaf gönguljósi. En í heildina styð ég þetta.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation