Fá ruslatunnur og plast/pappírstunnur með læsingu eins og tíðkast víða erlendis. Svona sorptunnur hindra það að sorpið fjúki í vondu veðri.
Algjörlega sammála. Það er sorglegt að íbúar leggja sig fram við að plokka og týna rusl og svo fýkur allt útum allt í næstu lægð! Sérstaklega slæmt þegar tunnurnar eru dregnar út á gangstétt í vondu veðri og standa þar oft í 30-60 mín þar til endurvinnslubíllinn kemur. Þá eru mörg lok fokin upp og/eða tunnurnar liggja á hliðinni og þar sem plast er svo létt efni þá dreifist það auðveldlega.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation