Áætlun fyrir verndun fuglalífs á Rifi fyrir sumar 2020

Áætlun fyrir verndun fuglalífs á Rifi fyrir sumar 2020

Það mætti vekja meiri athygli á kríunum við Rifsvegin næsta sumar. Skiltin sem hafa verið þar hafa ekki verið að vekja athygli og draga greinilega ekki úr hraða bifreiða. Það væri því hægt að setja stærri skilti, minnka hámarkshraðan og bera meiri kennsl á að fuglar séu á varpi þarna. Keilurnar innanbæjar hafa verið að skila góðum árangri og þyrfti að setja keilur næst hjá líkn húsinu við Hellissand og leiðina af gömlu ruslahaugunum í Rifi. Það er nauðsyn að finna lausn á þessu máli.

Points

Það var rosalega sorglegt að keyra þarna sumarið 2019 þar sem það var keyrt á allt of margar kríur.

Sammála því að það þurfi að hámarka hraðan á Rifsveginum þar sem ungfuglinn er. Það þarf að vera hámarkshraði 40 km og merkja vel að það sé fugl á veginum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information