Gera þarf gangskör í því að koma þeim fasteignum sveitarfélagsins sem eru í útleigu í leiguhæft ástand ellegar taka ákvörðun um að selja þær, kæri Vesturbyggð sig ekki um að leigja út íbúðarhúsnæði. Dæmi um löngu tímabært viðhald fasteigna Vesturbyggðar er: lagfæra eða skipta út brotnum og úr sér gengnum innréttingum, setja ný gólfefni þar sem ónýt eru, lagfæra leka glugga, lagfæra þök, mála utandyra, lagfæra lekar lagnir, setja síma_/tölvutengla er þjóna nútímakröfum, skipta út ónýtum baðkörum.
Það er hneisa fyrir sveitarfélagið að vera með í útleigu íbúðir sem ekki þjóna kröfum um hvað telst leiguhæft húsnæði. Um er að ræða fasteignir sem hafa verið látnar reka á reiðanum í áraraðir og viðhaldi hefur ekki verið sinnt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation