Mér finnst alveg tími til að Kópavogsbær fari að útbúa hundagerði hér í miðbæ Kópavogs. Þetta þarf ekki að vera á mjög stóru svæði. Óþolandi að þurfa að keyra langar leiðir út fyrir Kópavog til að viðra hundinn sinn löglega með lausagöngu. Það mætti t.d taka til fyrirmyndar hundasvæðið við Engjaveg það virðist ekki vera mikill kostnaður að koma upp samskonar gerði. Staðsetningin mætti vera t.d í Fossvogsdal við skógræktina Fyrir aftan Lund, bakvið Smáralindina eða jafnvel við Kirkjuholt.
Mætti einnig setja upp smá þrautabraut fyrir hunda í hunagerði, væri gaman að geta farið og þjálfað hundana í slíku í góðu og skemmtilegu hundagerði
Staðsetning við Fossvogsdal fyrir neðan Kjarrhólma
Líst vel á þetta
Það eru komin nokkur hundagerði á höfuðborgarsvæðinu t.d Laugardalur við Engjaveg, Miðborgin á túninu milli N1 og Bsí - Breiðholt. - Geirsnef
Það væri frábært að hafa þrautabraut í hundagerðinu og kannski væri sniðugt að það væri hægt að hafa það tvískipt, fyrir litla og stóra hunda.
Tímabært
Tímabært verkefni - auðvelt í framkvæmd og frábært fyrir hundaeigendur að þurfa ekki að keyra á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til þess að geta haft hundana í lausagöngu :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation