Þar sem mikið er komið af húsum á bæjarmörkunum við Garðabæ í Rjúpnahæð og Smalaholti væri mjög hugsandi að huga að gróðursetningu á trjám á bæjarmörkunum til að búa til meira skjól og verja fyrir vindum og veðrum í framtíðinni. Auk þess væri fallegt að snyrta til á bæjarmörkunum.
Sammála þessu og það má líka huga að því að bæta aðkomuna í þessa stóru götu með því að bæta við gróðri.
Í dag er engin gróður á svæðinu og það allt mjög opið. Það væri fallegt að taka til hendinni á bæjarmörkunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation