Lagfæra hraðahindranir
Legg til að breyta hraðahindrunum Í Fjallalind frá Fífuhvammsvegi því þrengingarnar hefta ekki hraðann á þessari götu.
Ég myndi vilja sjá, líkt og maður sér og finnur t.d. á Akranesi, að maður geti ekið á hámarkshraða götunnar yfir hraðahindranir án þess að skemma bifreiðina. M.ö.o. að hraðahindranir séu þannig gerðar að ekki þurfi að nánast stöðva ökutækið til að aka yfir þær vilji maður komast hjá að skemma ökutækið, að þær verði hannaðar og lagaðar með þeim hætti að hægt er að aka yfir þær með góðu móti á hámarkshraða götunnar sem ekið er eftir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation