Hljóðmengum frá Reykjanesbraut

Hljóðmengum frá Reykjanesbraut

Við höfum látið hljóðmæla við Krossalind og kom út að hljóðmengun er yfir leyfilegum mörkum. Ábending send nokkrum sinnum sl. ár til Kópavogsbæjar án úrlausnar. Nágrannasveitarfélög hafa tekið á þessum málum, sérstaklega Garðabær. Þetta er klárlega mál sem bærinn ætti að lagfæra.

Points

Ekki hægt að hafa opinn glugga sem snýr að Reykjanesbraut vegna hávaða.

Sama segjum við í Laxalindinni. Allt of mikil hljóðmengun. Ekki hægt að njóta þess að vera úti í garði eða að ganga í neðstu götunum í hverfinu.

Alveg sammála hér úr Laxalindinni, tréin sem hafa verið gróðursett gera lítið gagn. Hávaðinn verður líka meiri á veturnar þegar sumir bílar fara á nagla og bleyta er á götunum og engin laufblöð á trjánum.

Kópavogur mætti gera stórátak í að draga úr hljóðmengun vegna umferðar. Umferð er partur af okkar daglega lífi en hávaðamengunin sem henni fylgir er engin bæjarprýði. Hægt að gera betur ✌️

Segir sig sjálft ef hlóðmengun er yfir leyfilegum mörkum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information