Loka/takmarka/hægja þarf á umferð á vegkafla á Markavegi til að lágmarka óþarfa umferð í gegnum athafnasvæði hestamanna.
Markavegur liggur í gegnum hesthúsahverfi hestamannafélagsins Spretts. Ég hef sérstakar áhyggjur af þeim kafla sem liggur á milli Heimsenda og Hamraenda, Hlíðarenda, Hæðarenda og Landsenda. Þar er hámarkshraði 30 km/klst en hann oft ekki virtur. Þetta skapar gríðarlega mikla hættu þar sem bæði hestamenn þurfa að þvera veginn sem og ríða meðfram honum á köflum. Farartæki á mikilli ferð mynda veghljóð og hávaða og bílstjórar sem ekki bera tillit til ríðandi fólks geta skapað mikla hættu.
Mikil hætta fyrir hesta og menn sem eru þarna á ferð og þurfa að þvera Markaveg, reiðstígurinn liggur á tveimur stöðum yfir götuna og of oft er mikill hraði á bílum sem eru að fara þarna í gegn. Gott væri að fá greina gott skilti þegar fólk keyrir inn á svæðið að um hestahúsabyggð sé að ræða og sérstakt tillit þarf að taka. Fá fleiri hraðahindranir á Markaveg væri einnig gott
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation