Salavegur 2 - aðgengi fyrir gangandi og hjólandi

Salavegur 2 - aðgengi fyrir gangandi og hjólandi

Þjónustukjarni Salahverfis á Salavegi 2 (Nettó, Heilsugæsla, Apótekarinn) er með mjög slæmt aðgengi fyrir aðra en þá sem koma á bílum. Ekki eru merktar gönguleiðir að eða frá kjarnanum en mikið er um að fólk komi gangandi úr hverfinu til að sækja þjónustu. Hér mætti bæta verulega úr. Einnig vantar aðstöðu til að geyma hjól eða hlaupahjól meðan erindum er sinnt. Þessar aðstæður letja fólk til að sækja þjónustu nema á bíl og skapa hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarandur, ekki síst börn.

Points

Mjög bagalegt fyrir fólk með barnavagna að hafa ekki greiða leið að þjónustukjarnanum. Í snjóveðrum verður aðgengið svo enn verra þar sem ekki er um að ræða stíg sem er ruddur alla leið að þjónustukjarnanum, sem m.a. hýsir ungbarnaeftirlitið.

Almennt eru góðar aðstæður til að ganga um Salahverfi, göngustígar og undirgöng, gangbrautir á viðeigandi stöðum o.s.frv. Það skýtur því skökku við að ekki virðist gert ráð fyrir því að fólk sæki þjónustu að Salavegi 2 nema á bíl. Þar er stórt malbikað stæði, hringakstur fyrir vöruflutningabíla og m.a.s. bensínstöð. Þetta fléttast síðan saman við umferð sem tengist leikskólanum Fífusölum. Engin leið er að nálgast þjónustuna nema ganga eða hjóla yfir bílastæðið með tilheyrandi hættu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information