Tillaga til að hjálpa íbúum Garðabæjar að flokka sorpið sitt með því að styrkja flokkunarílát sem hægt er að hafa heima hjá sér.
Kostnaðurinn við flokkunarílátin getur verið mikill fyrir einstaklinga í byrjun ef maður á að leggja út fyrir því sjálfur. Getur skapað gott fordæmi fyrir önnur sveitafélög líka og ýtt undir fyrir þau sem flokka ekki ruslið sitt vel til þess að gera það betur eftir að við erum komin með betri flokkunarílát.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation