Framlengingu á göngustìg

Framlengingu á göngustìg

Í dag er góð gönguleið skólabarna frá Álfhólsskóla yfir Álhólsveg um gangbrautarljós og niður í átt að Þverbrekku. Göngustígurinn endar svo snögglega og er börnunum beint í gegnum þrengingu og út á götu. Samkvæmt deiliskipulagi á að vera gangstétt þarna og alveg að Þverbrekku. Í staðinn er bílum lagt þarna og nánast ómögulegt að fara þarna um með barnavagn eða á hjóli. Mæta þarf þörfum skólabarna og gera gangstétt sem er nú þegar á deiliskipulagi.

Points

Ef hugmyndin verður að veruleika myndi hún gera gönguleið skólabarna og allra annarra öruggari og greiðfærari. Gangandi og hjólandi þyrftu ekki að klöngrast milli bíla og ganga á miðri götu til að komast leiðar sinnar að Þverbrekku.

Hverju orði sannara! Myndi bæta mjög aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi að framlengja gangstéttina. Fólk hlýtur að geta lagt bílum sínum og hjólhýsum annarstaðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information