Könnun sem Kópavogsbær gerði meðal 10-16 ára barna leiddi í ljós að 80% barna segja Kópavogsbæ aldrei hafa leitað eftir skoðunum þeirra. Könnunin sýndi jafnframt að 47% barna vill að bærinn leiti eftir skoðunum þeirra. Liður í þessari aðgerð verður m.a. að byggja upp traust og þjálfa börn og ungmenni í samræðum, rökræðum og lýðræðislegri þátttöku. Þá þarf jafnframt að skoða þjálfun kennara og starfsfólks í nýjum leiðum til að virkja þátttöku barna og ungmenna.
Það mætti alveg bjóða börnum á aldrinum 10 - 16 ára að vera með í ráðgefandi íbúakosningu um verkefni í bænum eins og þeirri sem hefur verið undanfarin ár, þar sem íbúar geta komið með hugmyndir og kosið svo á milli þeirra fyrir hvert hverfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation