Fara þarf yfir verklagsreglur á öllum starfsstöðum bæjarins þar sem börn koma eða dvelja og uppfæra gæðahandbók eftir því sem þarf. Í framhaldinu þarf að setja upp kynningaráætlun á verklagsreglunum.
Skýr viðbragðsáætlun og verklagsreglur þurfa að vera til staðar á öllum starfsstöðum bæjarins ef grunur er um að barn hafi verið beitt ofbeldi eða sé í hættu á að vera beitt ofbeldi af hálfu foreldris, starfsmanns bæjarins, öðru barni eða öðrum. Barnið á alltaf að njóta vafans og fá vernd gegn hverskyns ofbeldi. Þetta þarf sérstaklega að tryggja í starfi barnaverndar Kópavogs. Dæmi. Sex lögreglutilkynningar til barnaverndar í tengslum við annað foreldri á ekki að afskrifa sem umgengnisdeilu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation