Framtíðar skautasvell

Framtíðar skautasvell

Steypa plötu á góðum stað til að auðvelga gerð skautasvells á veturna. Ekki væri verra ef nota mætti plötuna til annars aðra árstíma ss. undir hjólarampa eða svæði fyrir hjólabretti, línuskauta o.þ.h.

Points

Algjörlega fràbært framtak og mjög margir sem nýta sér þetta.

Það sannaði sig síðasta vetur hversu skautar eru vinsæl afþreying hjá fólki á öllum aldri yfir vetrarmánuðina. Ótrúleg stemming sem myndaðist og ótrúlegasta fólk sem rifjaði upp gamla takta og hetjusögur.

Tek fyllilega undir svona lagað. Sjálfur fer ég ekki á skauta en fjandinn hafi það ég gæti vel hugsað mér að fara á skauta ef þetta heldur áfram að vaxa 😁 Mér hefur þótt þetta framtak í vetur vera svakalega jákvætt og auðgar bara mannlífið.

Frábær hugmynd!

Meiri líkur á að allir finni hreyfingu sem hentar yfir vetrartímann, það eru ekki allir á skíðum. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Skautasvellið hvetur til útiveru og aukins heilbrigðis auk samveru barna og fullorðinna.

Algjörlega með þessu og mætti jafnvel bæta við þetta meiri aðstöðu til athafna fyrir börn og fullorðna, með kannski litlum kofa til að fá sér nesti eða í það minnsta fleiri borðum til að klæða sig í og úr skautunum á svæðinu.

Frábær hugmynd, skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.

Frábært plan! Mætti stækka reitinn líka 😁

Frábært til að auka fjölbreytni í afþreyingu á svæðinu

Þetta er fyrir alla aldurshópa og kallar ekki á mikil útgjöld hjá fjölskyldunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information