Hundasvæði á Fljótsdalshéraði

Hundasvæði á Fljótsdalshéraði

Að útbúið verði svæði þar sem lausaganga hunda er leyfð, ruslafata á svæðinu sem er tæmd reglulega, góð aðkoma og bílastæði. Væri ótrúlega góð viðbót að hafa afmarkað (jafnvel afgirt) hundasvæði þar sem hægt er að þjálfa og umhverfisvenja hunda á öruggu svæði

Points

Þetta væri frábært!

Það væri æðislegt ef hægt væri að koma upp afgirtu svæði en auðvitað er það bara aukaatriði.

Mörg önnur sveitafélög með hundasvæði.

Fjarðabyggð er með svona svæði hjá hverjum byggðarkjarna. Það sárvantar að sveitarfélagið þjónustu hundaeigendurna á svæðinu.

Flest bæjarfélög eru með hundasleppi svæði, þar á meðal öll í Fjarðarbyggð. Það eru svo mörg svæði á Egilsstöðum og í kringum Egilsstaði sem kæmu til greina. Það er auðvitað lang best að einn staður sé sérstaklega fyrir lausagöngu hunda, svo að hundarnir geti notið og fólk sem vill ekkert með hunda að gera getur þá forðast svæðið ef það er merkt vel lausagöngu hunda.

Það eru hundasvæði í mörgum þéttbýlum. Ég notaði mikið svæðið á Akureyri þegar ég bjó þar og það var mjög vinsælt. Mæli með svona svæði, en jafnframt mæli ég með að það séu stjórnendur/aðilar (á vegum hundaeigenda) sem sjá um að þrifið sé upp eftir hundana. Það var vandamál að ekki væri tekið upp eftir hundana, en ef við viljum þetta, þá þurfum við að taka meiri ábyrgð á að þrífa upp eftir hundana.

Er ekki tilvalið að nota gamla tjaldsvæðið undir hundasvæði :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information