umhverfi við göngustíg

umhverfi við göngustíg

Snyrt verði umhverfi í kringum göngustíg frá Einbúablá að leikskólanum. Þetta er mikið notaður stígur og umhverfið í kringum hann vægast sagt niðurdrepandi. Njóli, sina, úr sér vaxinn víðir svo eitthvað sé nefnt. Þarna á að grisja, hreinsa burt óræktina og gera umhverfið þannig sé hægt að halda því við og gera það snyrtilegt.

Points

Þarna væri hægt að gera umhverfið meðfram stígnum snyrtilegra og hafa það þannig að það væri auðvelt að halda því við. Setja niður runna eða lágvaxin tré næst stígnum. Gera grasið þannig að það sè hægt að slá það reglulega. Fjarlægja uppgröftinn sem er ein stór njólabreiða, hreinsa möl meðfram hleðslu við Hléskóga, sem og hleðsluna sjálfa. Það þarf ekki mikið til að þarna getu verið mun snyrtilegra og hlýlegra að ganga um en núna er.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information