Gervigrasvöllur í Selbrekku

Gervigrasvöllur í Selbrekku

Það er þörf á sparkvelli í Selbrekku hverfinu enda mikið af iðkendum hér og langt að fara á næsta völl. Meðfylgjandi svæði er ekki mikið nýtt og hugmyndin er sú að færa til leiktækin sem þarna eru innan svæðisins og koma fyrir gervigrasvelli. Vonandi hefðu foreldrar í hverfinu áhuga á því að koma að þessu verkefni ef af því gæti orðið í sjálfboðavinnu. Mörg börn í hverfinu yrðu þessu framtaki fegin og spurning hvort þarna gæti samstarfsverkefni okkar og bæjarins um þetta verkefni.

Points

Frábær hugmynd. Ytir undir hreyfingu barna i hverfinu og styður vel við hugmyndafræði heilsueflandi samfélags

Frábær hugmynd og vel rökstudd hjá Jóa. Þarna býr mikið af krökkum og langt er í aðra spark- eða fótboltavelli :)

Frábær hugmynd. Mjög mikilvægt fyrir krakkana í hverfinu að hafa stað þar sem hægt er að leika með bolta.

Jà fràbær hugmynd minn stràkur yrði glaður með þetta.

Mér finnst mikilvægt að aðgangur að sparkvöllum sé góður og finnst kjörið að nýta þetta svæði sem er ekki mikið nýtt alla jafna. Það setur skemmtilegan blæ á hverfið ef krakkarnir hafa einn góðan stað til að stunda fótbolta og staðhættir eru þannig í hverfinu að lóðir eru litlar og sléttlendi ekki fyrir að fara þannig að mér finnst þörfin vera mikil.

Það væri gaman að hafa sparkvöll í hverfinu og það væri frábært að þurfa ekki að fara yfir Seyðisfjarðarveg til þess að sparka bolta en að mínu mati mætti það alls ekki vera á kostnað þessara leiktækja þannig að það mætti ekki færa þau langt. Yngri börn hafa nefnilega ekki úr miklu að moða heldur og yrðu líklega ekki eftirsóttustu leikmennirnir á sparkvellinum :)

Ja þetta líst mér á, það eru svo margir krakkar hérna i hverfinu og eg veit að þetta yrði notað mikið! Eg a 2 mikla fótbolta stráka sem yðri svo glaðir líka að þurfa ekki fara langt til ap sinna áhugamáli! Við oll munum hjalpa til við að koma þessu upp! Og mep leiktækin, þap væri nu gott ef þau færu ekki langt? Það er td alveg ónotaður grasbali milli Hjalla og Brekkusels væri hægt að setja þau þar ??

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information