Það er mjög falleg leið / slóð frá gömlu Eyvindarárbrúnni og að Hótel Eyvindará. Ef þessi slóði yrði lagaður aðeins og merktur væri hægt að nota þetta sem göngu og hjólastíg í stað þess að menn væru á þjóðveginum með tilheyrandi slysahættu. Það þirfti að laga smá kafla þar sem vatn rennur yfir og svo bera efni í ákveðna parta. Þetta er e.t.v. stærra verkefni en rúmast í þessum flokk en það væri hægt að byrja á því að hreinsa, merkja og laga stærstu hindranirnar.
Sammala, falleft og hentugt svæði til hlaupa, göngu og hjólreiða.
Eyðavegur er svo vinsæll til útivistar að það myndi stórauka gæði svæðisins, fyrir alla, ef gangandi og hjólanidi þirftu ekki að vera á veginum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation